Ciabatta með nautakjöti og bernaise sósu

Home / Ciabatta með nautakjöti og bernaise sósu

Hvað er hægt að segja? Þarf að segja eitthvað? Þessi stendur bara alltaf fyrir sínu og svo miklu meira en það!
Þið getið gert ykkar eigin bernaise, en ég er búin að finna þá bestu og hún fæst á Hamborgarabúllunni hana mun ég aldrei toppa. Því fer ég bara þangað og kaupi hana og nýt þess að einfalda mér lífið. Hér þarf ekkert annað að segja annað en njótið!

Ciabatta með nautalund fyrir  4
2 ciabatta (fæst t.d. í Jóa Fel)
400 gr nautafillet
3 hvítlauksrif, pressuð
olía
salt og pipar
1 sæt kartafla, skorin í sneiðar
2 rauð chillí, söxuð
1 stór dós bernaise sósa
klettasalat
5 skarlottulaukar, skornir í sneiðar
2 msk balsamikedik
1/2 box sveppir, skornir litla báta
1 msk smjör

Aðferð

  1. Skerið kjötið eða berjið niður þannig að það sé um 1 cm á breidd. Látið í skál og marinerið í olíu og hvítlauk. Saltið og piprið og geymið í 1-2 tíma í kæli.
  2. Raðið sætum kartöflum á ofnplötu. Hellið olíu yfir og látið á þær chillí. Saltið og piprið. Látið inní 200°c heitan ofn þar til orðnar mjúkar.
  3. Hitið olíu á pönnu og steikið laukinn í um 1-2 mínútur. Bætið þvínæst balsamikedikinu útí. Hrærið þar til balsamikedikið hefur þykknað. Takið til hliðar.
  4. Léttsteikið sveppi uppúr smjöri. Takið til hliðar.
  5. Steikið kjötið á mjög heitri olíuborinni pönnu á um 1 1/2 mínútu á hvorri hlið. Takið af pönnunni og látið standa í smá stund.
  6. Skerið ciabatta í tvenn langsum. Hellið smá olíu í sárið og hitið á háum hita inní ofni í nokkrar mínútur eða þar til orðið stökkt að utan.
  7. Raðið á ciabatta fyrst bernaise sósu, sætum kartöflum, klettakáli, kjöti, lauk, og sveppum. Saltið og piprið og njótið þess að bragða á fullkomnun.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.