Crostata kemur upprunarlega frá Ítalíu og er baka eða deig sem er fyllt með ýmsu góðgæti. Hér er fyllingin með bláberjum og rjómaosti en bláberjunum en má auðveldlega skipta út fyrir önnur ber eða ávexti. Þessi er bæði einföld og fljótleg í gerð og hreinn unaður að borða með vanilluís og/eða rjóma.
Borðbúnaður Indiska
Crostata með bláberja og rjómaostafyllingu
Bláberjafylling
350 g fersk bláber
2 msk sykur
½ tsk kanill
½ tsk sítrónusafi
1 msk hveiti
Botn
150 g hveiti
¼ tsk salt
½ msk sykur
¼ tsk kanill
1 dl ólífuolía
1 dl mjólk + 1 msk til penslunar
Rjómaostakrem
160 g rjómaostur, mjúkur
2 msk sykur
1 tsk vanilludropar
Aðferð
- Blandið varlega saman bláberjum, sykri og kanil. Bætið saman við sítrónusafa og hveiti. Geymið.
- Blandið saman í aðra skál hveiti, salti, sykri og kanil. Bætið síðan ólífuolíu og mjólk útí og hrærið saman þar til deigkúla hefur myndast. Hnoðið deigið á hveitistráðu borði og fletjið það út í um 30 cm hring. Færið yfir á ofnplötu með smjörpappír.
- Hitið ofninn á 200°c.
- Rjómaostafyllingin því næst útbúin með því að hræra saman rjómaosti, sykri og vanilludropum. Dreifið kreminu yfir botninn en skiljið 3 cm eftir hjá endunum.
- Setjið bláberin varlega yfir rjómaostakremið.
- Brjótið upp á endana á botninum og þrýstið þeim aðeins niður. Penslið með mjólk og bakið í um 25 mínútur eða þar til skorpan er orðin gyllt.
Leave a Reply