Nýlega var ég stödd í Þýskalandi þar sem ég féll algjörlega fyrir þjóðarrétti þeirra sem kallast Currywurst og færir pylsur á algjörlega nýtt plan. Rétturinn felur í sér Bratwurts pylsur sem nú þegar er hægt er að fá í flestum matvöruverslunum en uppáhalds pylsurnar mínar sem eru án allra aukaefna fást hinsvegar í Ísbúðinni í Laugalæk. Það sem flestir gera sér ekki grein fyrir er að þar má nefninlega fá fleira en bara ís og hægt að kaupa allt í þennan skemmtileg og frábæra rétt þjóðverja eins og sjálfa karrýsósuna, kartöflusalat og hvítkálssalat – allt úr þessu heimi bragðgott. Uppskriftin sem hér er gefin upp er af karrýsósunni sem er hellt yfir pylsurnar og gefur þeim þetta sérstaklega góða bragð – en ef þið eruð í tímaþröng mæli ég með því að kíkja á þau Lóu og Sascha í Ísbúð Laugalækjar.
Þetta er frábær stemmningsréttur þar sem fólk kemur saman og vill hafa það gaman í afslappaðri stemmningu. Í ísbúðinni í Laugalæk má jafnframt fá box undir réttinn sem auka enn frekar á stemmninguna. Með réttinum bauð ég upp á jólabjórinn frá Tuborg sem er dökkur lagerbjór með ljúfu maltbragði, keim af jólunum og smellpassar með þessum góða rétti.
Currywurst með kartöflusalati og sýrðu hvítkáli
Tuborg jólabjórinn var ljúfur með réttinum
Currywurst sósa
240 ml tómatsósa
¼ tsk matarsódi
4-5 tsk karrý
2 tsk smoked paprikuduft
1 tsk laukduft
¼ tsk cayenne pipar
2 msk Worcestershire sósa
4 msk nautasoð
2-3 msk vatn (meira ef þarf)
- Setjið tómatsósuna í pott og hitið við meðalhita í nokkrar mínútur. Setjið matarsóda saman við og hrærið um leið í blöndunni, allt þar til hún hættir að freyða.
- Lækkið nú hitann og bætið kryddum saman við og hrærið. Bætið því næst Worcestershire, nautasoði og vatni saman við og hrærið vel. Látið síðan malla í 5-10 mínútur. Steikið Bratswurst pylsurnar upp úr smjöri.
Leave a Reply