Daim og karmellu smákökur

Home / Daim og karmellu smákökur

Þessar smákökur eru vinsælastar hjá drengjunum mínum. Stökkar og góðar og bókstaflega bráðna í munni.

IMG_6350

Daim og karmellusmákökur
230 g mjúkt smjör
170 g sykur
150 g púðursykur
2 egg
2 dl karamellusósa
200 g Daim-kúlur
100 g haframjöl
1 msk matarsódi
220 g hveiti
2 tsk vanilludropar

  1. Hrærið smjör, sykur og púðursykur vel saman. Bætið eggjunum saman við, eitt í einu. Svo er karamellusósunni og vanilludropunum bætt saman við og allt hrært vel saman. Bætið síðan Daim, haframjöli, matarsóda og hveiti saman við og hrærið öllu vel saman.
  2. Ef þið hafið tök á kælið í ísskáp í um það bil klukkutíma áður en kökurnar eru bakaðar.
  3. Setjið kökurnar á bökunarpappírsklædda plötu og bakið við 180°c í ofn í 12-15 mín.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.