Þessar smákökur eru vinsælastar hjá drengjunum mínum. Stökkar og góðar og bókstaflega bráðna í munni.
Daim og karmellusmákökur
230 g mjúkt smjör
170 g sykur
150 g púðursykur
2 egg
2 dl karamellusósa
200 g Daim-kúlur
100 g haframjöl
1 msk matarsódi
220 g hveiti
2 tsk vanilludropar
- Hrærið smjör, sykur og púðursykur vel saman. Bætið eggjunum saman við, eitt í einu. Svo er karamellusósunni og vanilludropunum bætt saman við og allt hrært vel saman. Bætið síðan Daim, haframjöli, matarsóda og hveiti saman við og hrærið öllu vel saman.
- Ef þið hafið tök á kælið í ísskáp í um það bil klukkutíma áður en kökurnar eru bakaðar.
- Setjið kökurnar á bökunarpappírsklædda plötu og bakið við 180°c í ofn í 12-15 mín.
Leave a Reply