Einn ofurgrænn

Home / Einn ofurgrænn

Það er fátt betra en að byrja daginn á hollum og góðum drykk sem er stútfullur af góðri næringu. Þessi græni drykkur er í miklu uppáhaldi hjá mér og ef þið eruð að taka fyrstu skrefin í grænmetisdrykkjum þá get ég mælt með honum. Auðvitað er stórt stökk að fara úr ávaxtadrykkjum (séu þið vön þeim) yfir í grænmetisdrykki en það venst fljótt og svo ofurvel. Nú er líka rétti tíminn til að kaupa grænkál og því um að gera að prufa. Byrjaðu daginn á vænu glasi af þessum ofurdrykk, endurtaktu í nokkra daga og þú munt fljótlega finna fyrir jákvæðum áhrifum hans. Njótið!

IMG_3553

 

mynd

Skál í boðinu!

Einn ofurgrænn
1 væn lúka grænkál
1/2 pera
1/2 agúrka
1/2 avacado
1/2 sítróna
engifer, ca. 2 cm biti
1 kúfuð msk próteinduft, ég nota mysuprótein frá NOW
1 lúka kóríander (má sleppa)
250 ml kókosvatn
100-250 ml vatn, að eigin smekk

  1. Látið öll hráefnin í blandara, að vatninu undanskildu. Blandið vel saman og bætið vatni við ef þið teljið það þurfa.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.