Það er fátt betra en að byrja daginn á góðu heilsuskoti. Heilsuskotin eru komin á marga veitingastaði en nú er lítið mál að búa till einn slíkan heima. Hér er á ferðinni drykkur með engifer, túrmerikrót og sítrónum sem er einfaldur í gerð. Drykkurinn er meinhollur en túrmerik eykur blóðflæði, dregur úr bólgum, virkar gegn liðagigt og dregur úr magavandamálum. Engifer er gott við hálsbólgu og kvefi, dregur úr ógleði, ásamt því að vera bólgu og vöðvasalkandi. Sítrónur eru ríkar af C vítamíni, hafa hátt hlutfall af kalíum og koma jafnvægi a ph gildi líkamans. Síðast en ekki síst er það svartur pipar en hann þykir góður við uppþembu, magaverk og lystaleysi.
….og dagurinn byrjar vel
Engifer-, túrmerik og sítrónuskot
200 g engifer
4-6 cm túrmerik rót
2 sítrónur (lífrænar)
1.2 l vatn
1 tsk svört piparkorn
- Þrífið engiferið, túrmerikrótina og sítrónurnar. Skerið það síðan allt mjög smátt.
- Setjið öll hráefnin í pott og látið malla í 1 1/2 tíma (ath ekki bullsjóða).
- Látið standa yfir nótt.
- Sigtið og hellið drykknum á flösku. Geymið í kæli.
Leave a Reply