Epla & kasjúhnetusalat

Home / Epla & kasjúhnetusalat

Oft þegar ég fer á góða heilsuréttastaði hér á landi get ég ekki annað en fyllst öfund yfir því dásamlega meðlæti sem þeir hafa uppá að bjóða. Bara ég hefði getuna og tímann og frumlegheitin. Með þessu er ég ekki að hallmæla gamla góða kálinu og hrísgrjónunum, stundum er bara gott að fá eitthvað nýtt og öðruvísi með matnum.

Um daginn rakst ég svo á þetta epla og kasjúhnetusalat… “and it had me at hello“!
Þetta er einmitt eitthvað öðruvísi, eitthvað frumlegt, eitthvað svo meinhollt, svo ótrúlega gott og einfalt. Ég hafði það um daginn með límónukjúklinginum. Það hentar einnig vel eitt og sér, með öðruvísi kjúklingi eða fiski.

2013-02-01 17.32.14

Epla & kasjúhnetusalat
fyrir 1-2 manns
3/4 bolli kasjúhnetur
2 gulrætur
1 stórt epli
1 msk saxaður laukur
1 msk sítrónusafi
1 tsk dill
1/8 tsk sjávarsalt

Aðferð

  1. Látið öll hráefnin í matvinnsluvél.
  2. Látið hana á “pulse” og fylgist vel með og stöðvið vélina reglulega, því þið viljið ekki ofvinna hráefnin.
  3. Ef þið viljið hafa þetta voða smart á diskinum að þá skellið þið öllu í glas eða skál og hvolfið á diskinn og þá ætti að myndast smá turn!

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.