Þorskur í pestómauki

Home / Þorskur í pestómauki

Í augnablikinu er það þessi fiskréttur sem er í miklu uppáhaldi. Hann er einfaldur og fljótlegur í gerð en bragðið er hreint út sagt frábært. Uppskriftin kemur úr Gestgjafanum  en er hér þó með örlítið breyttu sniði. Með þessum rétti er tilvalið að hafa parmesan sætkartöflumús og steikt grænmeti.

2013-03-22 16.29.26

Fiskur í pestómauki
800 g þorskur
svartur pipar
1 dl klettakáls- og basilíkupestó

Aðferð

  1. Hitið ofninn í 170°c. 
  2. Kryddið fiskinn með pipar og veltið honum síðan upp úr pestóinu.
  3. Setjið í eldfast mót og bakið í u.þ.b. 10-12 mínútur.

Klettakálspestó
1 poki klettakál
2-3 stilkar basilíka (má sleppa)
2 hvítlauksgeirar
pipar
1 msk furuhnetur
4 msk rifinn parmesanostur
2 msk sítrónusafi
1/2 msk sykur
2 dl olía

Aðferð

  1. Setjið allt nema olíu í matvinnsluvél og maukið vel.
  2. Bætið síðan olíunni smátt og smátt saman við þar til pestóið er orðið hæfilega þunnt.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.