Ofnbakaður brie með mango chutney

Home / Ofnbakaður brie með mango chutney

Þessi ómótstæðilega bragðgóði, einfaldi og fljótlegi réttur slær alltaf í gegn. Hann hentar frábærlega sem forréttur eða eftirréttur á góðu kvöldi og er svo gaman hvað hann tekur stuttan tíma í undirbúningi. Bráðinn ostur með hnetum, kexi, rifsberjasultu ásamt góðu glasi af rauðvíni..þarf ég að segja eitthvað fleira?

2013-03-23 17.21.13

Ofnbakaður brie með mangó chutney
1 stk brie
2 tsk karrýduft
1 krukka (um 340 g) mango chutney
1 bolli saxaðar pekanhnetur

Aðferð

  1. Hitið ofninn á 175°c
  2. Stráið karrýdufti yfir ostinn og á hliðar hans og nuddið því aðeins inn í hann. Látið ostinn í ofnfast mót og hellið mango chutney yfir. Stráið því næst hnetunum yfir ostinn.
  3. Bakið í um 15 mínútur eða þar til osturinn er orðinn mjúkur að innan og hneturnar eilítið gylltar.
  4. Berið fram með baquette eða kexi, vínberjum og sultu.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.