Geggjaðir múslíbitar

Home / Geggjaðir múslíbitar

Bestu, bestu, bestu múslíbitar sem ég hef hingað til bragðað. Þessir eru svo mjúkir og ofurljúffengir og að sjálfsögðu stútfullir af allskonar hollustu sem hver og einn getur leikið sér með eftir því hvað er til í skápunum. Njótið vel – and you will!

img_4864-2

 

Þessir eru rosalegir!

img_4817

Á leið í ofninn…súkkulaðið kemur síðar ummmm!

  img_4862

Besti múslíbarinn
200 g kókosolía
6 msk hunang
300 g haframjöl
4 þroskaðir bananar
200 g þurrkaðar fíkjur, rúsínur, apríkósur eða álíka, saxað
200 g ósaltaðar hnetur að eigin vali, saxaðar
50 g graskersfræ
50 g sólkjarnafræ
50 g sesamfræ
200 g 56% Nóa Síríus Konsum, saxað (má sleppa…but why?)

Hitið olíu og hunang saman í potti þar til hunangið hefur blandast saman við olíuna.
Takið pottinn af hitanum og blandið stöppuðum banönum saman við og síðan hinum hráefnunum að súkkulaðinu frátöldu. Setjið bökunarpappír í ofnfast form. Hellið blöndunni í formið og bakið við 200°c heitum ofni í 25 mínútur. Setjið að lokum saxað súkkulaðið yfir og hafið í ofninum í um 5 mínútur í viðbót. Takið úr ofni og dreifið úr súkkulaðinu. Kælið og skerið í bita.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.