Dagarnir byrja að mínu mati vel með góðum og saðsömum morgundrykk og þessi er alveg frábær. Græna sólin er stútfull af góðri næringu eins og Orku Þrennunni, möndlumjólk, döðlum, hampfræjum og hnetusmjöri. Svei mér þá ef við erum ekki að tala um alveg nýtt uppáhald. Þennan verðið þið að prufa.
Nýlega kom á markaðinn Orku Þrenna frá Hollt & Gott sem inniheldur baby leaf spínat, grænkál og rauðrófublöð. Orkuþrennan er góð uppspretta próteina, omega 3 fitusýra og andoxunarefna og eins og allt dökkgrænt grænmeti er þessi blanda jafnframt mjög járnrík og því tilvalin í góðan boozt.
Orku Þrennan er uppspretta omega3, próteina, andoxunarefna og járnrík
…..og dagurinn byrjar vel
Græna sólin
240 ml möndlumjólk
2 lúkur heilsuþrenna frá Hollt&Gott
2 bananar, frosnir
4-5 mjúkar döðlur, steinlausar
2 msk hemp fræ
1 msk chia fræ
1 msk hnetusmjör
Skraut
Chia fræ
Hemp fræ
Möndlur
- Setjið öll hráefni í blandara og blandið vel saman.
- Stráið skrauti að eigin vali yfir og njótið vel.
Leave a Reply