Á þessum fyrsta degi sumars eru margir sem taka fram grillið. Við stefnum á að vera dugleg að birta góðar grilluppskriftir í sumar og það er ekki úr vegi að koma með ómótstæðilega uppskrift af þessum góða kjúklingi sem er í uppáhaldi hjá mörgum. Leynitrixið felst í marineringunni og voðalega gott að gefa sér smá tíma í að leyfa kjúklinginum að liggja í henni í dágóða stund, að minnsta kosti í klukkustund. Ég vona að þið njótið uppskriftarinnar kæru vinir.
Grillaður bjórkjúklingur
900 g kjúklingabringur, t.d. frá Rose Poultry (fást lausfrystar í matvöruverslunum)
120 ml ólífuolía
1 tsk sjávarsalt
½ tsk pipar
½ tsk paprikukrydd
½ tsk cumin (ath ekki kúmen)
½ tsk cayenne pipar
2 hvítlauksrif, söxuð
3 msk saxaður laukur
½ búnt ferskt steinselja söxuð
300 ml bjór
- Setjið ólífuolíu í skál og bætið salt, pipar, papriku, cumin og cayenne pipar saman við og hrærið saman.
- Bætið því næst hvítlauk, lauk og steinselju saman við og hrærið varlega saman með gaffli.
- Hellið bjórnum varlega saman við látið blönduna yfir kjúklingabringurnar (gott að láta í poka með rennilás). Leyfið þeim að marinerast í kæli í um klukkustund (eða lengur).
- Takið því næst kjúklingabringurnar úr marineringunni og grillið þar til þær eru eldaðar í gegn.
Leave a Reply