Grillaður bjórkjúklingur

Home / Grillaður bjórkjúklingur

Á þessum fyrsta degi sumars eru margir sem taka fram grillið. Við stefnum á að vera dugleg að birta góðar grilluppskriftir í sumar og það er ekki úr vegi að koma með ómótstæðilega uppskrift af þessum góða kjúklingi sem er í uppáhaldi hjá mörgum. Leynitrixið felst í marineringunni og voðalega gott að gefa sér smá tíma í að leyfa kjúklinginum að liggja í henni í dágóða stund, að minnsta kosti í klukkustund. Ég vona að þið njótið uppskriftarinnar kæru vinir.

IMG_0549

 

Grillaður bjórkjúklingur
900 g kjúklingabringur, t.d. frá Rose Poultry (fást lausfrystar í matvöruverslunum)
120 ml ólífuolía
1 tsk sjávarsalt
½ tsk pipar
½ tsk paprikukrydd
½ tsk cumin (ath ekki kúmen)
½ tsk cayenne pipar
2 hvítlauksrif, söxuð
3 msk saxaður laukur
½ búnt ferskt steinselja söxuð
300 ml bjór

  1. Setjið ólífuolíu í skál og bætið salt, pipar, papriku, cumin og cayenne pipar saman við og hrærið saman.
  2. Bætið því næst hvítlauk, lauk og steinselju saman við og hrærið varlega saman með gaffli.
  3. Hellið bjórnum varlega saman við látið blönduna yfir kjúklingabringurnar (gott að láta í poka með rennilás). Leyfið þeim að marinerast í kæli í um klukkustund (eða lengur).
  4. Takið því næst kjúklingabringurnar úr marineringunni og grillið þar til þær eru eldaðar í gegn.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.