Þriggja laga hráfæðinammi!

Home / Þriggja laga hráfæðinammi!

Það er alltaf svo gaman að vera spenntur fyrir uppskriftum sem maður veit að eru 100% “success”. Svona uppskriftir sem allir elska og þú öðlast 15 mínútna frægð í vinahópnum eða á vinnustaðnum. Þetta er einmitt þannig uppskrift…þú skilur um leið og þú smakkar….ummmmmm! Þriggja laga hráfæðinammi með möndlu og döðlubotni, hnetumulningi og súkkulaðisósu. Hollt en ómótstæðilega gott.

IMG_0401

IMG_0418

Þvílík sæla!

 

Þriggja laga hráfæðinammi
Botn
200 g möndlur (ég notaði möndlur með hýði frá Himneskri hollustu)
250 g steinlausar döðlur, t.d. frá Himneskri hollustu
1 ½ tsk vanilludropar

  1. Setjið hráefnin í matvinnsluvél og vinnið þar til hráefnin eru orðin að einni deigkúlu. Ef döðlurnar eru ekki nægilega safaríkar gæti þurft að setja nokkra dropa af vatni út í og þá ætti þetta fljótlega að mótast í kúlu.
  2. Setjið deigið í form og mótið þykkt að eigin vali. Botninn hjá mér var um 1 cm myndi ég halda.

 

Miðlag
1 msk hnetusmjör
1 msk kókosolía (í fljótandi formi)
30 g möndlur, saxaðar

  1. Blandið hnetusmjöri og kókosolíu saman og hellið yfir botninn.
  2. Stráið söxuðum möndlum yfir allt og látið inn í frysti í um 20 mínútur.

Súkkulaðikrem
3 msk kókosolía, fljótandi
2 msk kakó
1 msk hnetusmjör

  1. Blandið hráefnunum vel saman. Takið nammið úr frysti og hellið yfir nammið.
  2. Skerið í bita og geymið í kæli eða frysti.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.