Dukkah er egypsk kryddblanda sem saman stendur af hnetum, kryddum og fræjum. Algengast er að hún sé borin fram með brauði sem fyrst er dýft í olíu og síðan í kryddblönduna sem festist þá við brauðið. En möguleikarnir eru margir og einnig er hægt er að nota dukkah á kjöt, fisk, grænmeti o.s.frv. Dukkah færir bragðlaukana til fjarlægra staða og þið hefðuð átt að finna ilminn í eldhúsinu þegar ég gerði þessa dásamlegu kryddblöndu. Algjörlega ómótstæðileg!
Dukkah
1 bolli möndlur
3/4 bolli sesamfræ
2 msk kóríanderfræ
2 msk cuminfræ (ath ekki kúmen)
1/2 msk fennelfræ
1/2 tsk svört piparkorn
smakkað til með salti
Aðferð
- Ristið möndlurnar þar til þær eru orðnar brúnleitar.
- Ristið sesamfræin þar til þau eru orðin ljósbrún.
- Ristið kóríander-, cumin- og fennelfræin, ásamt piparkornunum þar til það ilmar allt af dásamlegri kryddlykt.
- Látið öll hráefnin í matvinnsluvél og vinnið blönduna niður í það form sem þið kjósið, fínmalað eða grófmalað. Mér finnst gott að fara milliveginn og hafa nokkur gróf korn inn á milli.
- Geymið í loftþéttum umbúðum.
Leave a Reply