Heimalagað múslí

Home / Heimalagað múslí

Heimalagað múslí! Það er eitthvað sem ég hef ótrúlega gaman af því að gera. Einfaldari gerast hlutirnir ekki og svo gaman að geta stjórnað því sem maður lætur út í múslið. Innihaldið og hlutföllin eru alls ekki heilög í uppskriftinni. Aðeins meira af rúsínum, engar rúsínur, smá kósos, fullt af kókos, engar hnetur, mikið af hnetum, bara hnetur…já okkar er valið.  Afraksturinn er þetta dásamlega gullna morgunkorn sem er frábært út á súrmjólkina á morgnanna, í skyrdrykkina, í brauðbaksturinn eða sem nart. Semsagt snilldin ein!

2013-01-15 15.40.29

2013-01-15 15.33.51
Heimalagað múslí
2 bollar tröllahafrar
1 1/2 bolli hnetur og fræ að eigin vali
1/3 bolli ólífuolía
1/3 bolli hunang eða hlynsýróp
1 tsk sjávarsalt
1 tsk kanill
1 tsk vanilludropar
1/4 bolli kókosflögur
1/4 – 1/2 bolli aðrir þurrkaðir ávextir, t.d. rúsínur, trönuber, apríkósur

Aðferð

  1. Blandið saman í skál tröllahöfrum, hnetum og fræjum.
  2. Hellið ólífuolíunni og hunangi/hlynsýrópi út í og blandið vel saman.
  3. Blandið salti, kanil og vanilludropum saman við.
  4. Látið smjörpappír á ofnpl ötu og hellið blöndunni þar á og dreifið vel.
  5. Bakið við 175°c í um 35-40 mínútur, hrærið reglulega í blöndunni þannig að hún bakist jafnt og minni líkur eru á að hún brenni.
  6. Þegar um 5-10 mínútur eru eftir bætið þá þurrkuðum ávöxtunum út í og fylgist vel með að það brenni ekki, sérstaklega ef þið eruð með kókos.
  7. Látið kólna og setjið í glerílát með loki. Þannig geymist það í allt að tvær vikur.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.