Heimsins besti hafragrautur með hindberjum og kókosmjólk

Home / Heimsins besti hafragrautur með hindberjum og kókosmjólk

Það er holl og góð leið að starta deginum með hafragraut og undanfarið hafa komið hinar ýmsu útgáfur af honum sem gleður grautamanneskjulover eins og mig.   Ofnbakaði hafragrauturinn með ferskum jarðaberjum hefur verið í miklu uppáhaldi en eftir að ég uppgötvaði þennan hafragraut með hindberjum og kókosmjólk að þá hefur samkeppnin harðnað. Uppskriftin kemur frá matarbloggurunum á GkStories en sú síða er uppfull af dásamlegum og hollum uppskriftum. Þessi grautur er eins og besti eftirréttur og svei mér þá ef hann væri ekki bara góður sem slíkur með vanilluís eða rjóma. Allavegana byrjið á að prufa hann í morgunmat og sjáið hvernig þetta þróast hjá ykkur. Eitt er víst, þennan verðið þið að prufa.

IMG_1375

IMG_1392

Ofnbakaður hafragrautur með hindberjum og kókosmjólk
180 g haframjöl (ég notaði tröllahafra)
500 g frosin hindber (eða ber að eigin vali)
2 egg
150 ml kókosmjólk, t.d. frá Blue dragon
250 ml mjólk
1 tsk vanilludropar
1 tsk kanill
klípa sjávarsalt
½ bolli graskersfræ
½ bolli sólblómafræ
½ bolli möndlur, gróflega saxaðar
2 msk kókosolía, við stofuhita
2 msk hunang eða hlynsýróp

  1. Setjið berin í ofnfast mót.
  2. Blandið haframjöli, lyftidufti, kryddum og salti. Blandið saman og hellið yfir berin.
  3. Hrærið því næst eggjum, kókosmjólk, mjólk og vanilludropum vel saman. Hellið yfir hafrana og berin.
  4. Gerið stökku fræblönduna með því að setja möndlur og fræ í skál og blandið kókosolíunni saman við og því næst hlynsýrópinu. Dreyfið því yfir allt og bakið í um 30 mínútur við 180°c (gott er að hafa álpappír yfir þannig að blandan brenni ekki og taka hann af síðustu 5-10 mínúturnar).

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.