Hjónabandssæla hefur lengi verið vinsæl og hér birtum við uppskrift af ómótstæðilegri hjónabandssælu í örlítið breyttri mynd eða með súkkulaði og kókos. Nú er tilvalið að nýta rababarauppskeruna og skella í þessa – algjört nammi namm!
Deigið sett í botninn
Rababarasulta smurð yfir deigið
Saxað súkkulaði látið yfir sultuna og svo mulið deig yfir allt
Svo kemur þessi dásemd úr ofni og tilvalið að bera fram með ís eða rjóma
Hjónabandssæla með súkkulaði og kókos
180 g haframjöl
180 g kókosmjöl
250 g hveiti, t.d. frá Kornax
150 g sykur
250 g smjör
2 egg
1 tsk vanilludropar
100 g saxað suðusúkkulaði, t.d.frá Nóa Síríus
rabarbarasulta
- Öllum þurrefnum blandað saman í skál og smjörlíkið mulið út í.
- Eggjunum hrært saman við, ásamt vanilludropum og hveiti ef deigið verður of blautt.
- Hnoðað og skipt í tvennt.
- Öðrum helmingnum er þrýst í botn á lausbotna formi (einnig hægt að nota eldfast mót).
- Rabarbarasulta er smurð ofan á og súkkulaði sett yfir. Hinn deighelmingurinn er mulinn yfir.
- Bakað við 200°c í 20 mín eða þar til skorpan er gyllt á lit.
Leave a Reply