Hnetubomba Dagnýjar

Home / Hnetubomba Dagnýjar

Hún Dagný Rut Hjartardóttir er matgæðingur mikill og sérstök áhugamanneskja um heilsusamlegt matarræði. Hún birti á dögunum mynd á instagram síðu sinni af ómótstæðilegri hnetubombu sem hún er svo dásamleg að deila með lesendum GulurRauðurGrænn&salt.

Dagný Rut er gestabloggari GRGS

Ég er 25 ára dama úr Hafnarfirðinum með bilaðan áhuga á heilbrigðum lífstíl, matargerð, ljósmyndum og alltaf að leita mér af nýjum ævintýrum. Ég er alltaf að prufa mig áfram í matargerð, enda matgæðingur mikill… Þar sem ég er  “ofnæmisgrís”, reyni ég … eins mikið og ég get að halda mér frá mjólkurvörum og glutein-fæði. Er alltaf að finna “hollari kostinn” – það gengur ljómandi vel, enda eyði ég mesta tímanum í eldhúsinu heima hjá mér. Skiptir öllu máli að vera jákvæður og finna kosti í öllu :)

Annars á huga minn allan krúttlega fjölskyldufyrirtækið okkar Músik & Sport sem er íþróttavöruverslun í Hafnarfirðinum, ekki nema 46 ára !  Þar er ég
verslunarstjóri og sé um samfélagsmiðlana og auglýsingar. Þið finnið mig hér:

Hérna kemur bomban…

  Orkubomba in daz making

Súkkulaðið setur punktinn yfir i-ið

Algörlega ómóstæðilegt!

 

Hnetubomba Dagnýjar
2 dl möndlur
2 dl Cashew hnetur
2,5 dl saxaðar döðlur
2 dl kókosflögur
2 msk Sesamfræ
1 msk Chia fræ
1 msk Kanill.
1msk sugrin gold

  1. Öllu hrært vel saman

Bæta við :
1,5 dl Olífu olia
1 góð msk af hunangi.
Hræra vel.

  1. Skellt því næst á bökunarpappír í form & inní ofn í 12 – 15 mín á 180
    gráðum.

Útkoman er mjög skemmtileg & ekki skemmir lyktin fyrir sem umvefur eldhúsið. Hægt er að leika sér með þessa uppskrift, nota sem “múslí”, skella í skál eða krukku. Fyrir okkur sælkerana mæli ég með að bræða súkkulaði yfir, kæla og skera í mola :) Geymið í kæli og laumist í þegar nammipúkinn bankar uppá með góðri samvisku. Njótið !

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.