Þessi uppskrift er ein af þeim sem “had me at helloooooooooo”! Þvílík dásemd sem þessi hráfæðikaka er og hver hefur ekki áhuga á hollri karmelluköku? Uppskriftina fékk ég frá henni Margréti Rósu Haraldsdóttur sem segir hana vera sína uppáhalds og hafði hún hana meira að segja í eftirrétt á aðfangadag og það hlýtur nú að segja eitthvað! Gefum nú Margréti orðið:
Holla karmellukakan
Botn
1 bolli möndlusmjör
1 bolli kókosmjöl
⅔ bolli valhnetur (ég set rétt rúmlega það)
1 kúfull matskeið heimagert kókossmjör (ef ég á ekki í það set ég meira kókosmjöl og ½ matskeið kókosolíu en mér finnst betra að hafa kókossmjörið)
1 kúfull matskeið hunang (ég nota lífrænt frá Sollu því umbúðirnar eru svo þægilegar)
smá salt (ég nota maldon)
Fylling
1.5 bolli ristaðar og ósaltaðar kasjúhnetur
½ bolli kókosolía (í föstu formi)
½ bolli hunang
2-3 matskeiðar sítrónusafi
2-4 matskeiðar kókosmjólk
1 teskeið vanilludropar (allt í lagi að setja rúmlega)
Karamella
15-20 steinhreinsaðar döðlur (í uppskriftinni segir 12-14 en mér finnst betra að hafa aðeins fleiri)
5-6 matskeiðar kókosmjólk (ég set alltaf 6 því ég set fleiri döðlur)
3 matskeiðar vatn
1 teskeið vanilludropar (hér er líka í lagi að setja rúmlega)
smá salt
Aðferð
Uppskriftin passar best í form sem er ca. 20 X 20 cm passið bara að nota form sem þolir að fara í frysti.
- Ég byrja á að búa til mitt eigið kókosmjör. En það er einnig hægt að kaupa það tilbúið á iherb.com.
Ég bý til lítið í einu og nota ég lítinn hakkara sem ég á,(matvinnsluvél getur þetta líklega líka en þá þarf kannski að gera aðeins meira í einu). Set ca. lúku (er með frekar litlar hendur) af kókosflögum (hef ekki prófað þessar ristuðu en langar það) og hakka þær þar til þær verða að smjöri. - Svo geri ég mitt eigið möndlusmjör. En það er hægt að kaupa það tilbúið í heilsubúðum hérlendis og Kosti.
Ég rista mödlur með hýði létt í ca. 8-10 mín í ofni (ca. 175°). Leyfið þeim að kólna smá en samt ekki að verða kaldar. Þá hendi ég þeim í matreiðsluvélina og tæti þær, þar til þær verða að smjöri (þetta tekur smá tíma svo ekki gefast upp á að bíða). Svo tek ég möndlusmjörið úr blandaranum(ég er ekkert að hafa fyrir því að þrífa hann á milli). - Þá er komið að því að gera botninn. Valhneturnar eru settar í vélina, og vélin látin hakka þær þar til þær eru byrjaðar að líkjast hnetusmjöri. Blandið nú restinni hráefnunum vel útí.
- Setið álpappír í formið og setið botin í. Dreifið jafnt úr honum og þrýstið honum vel niður svo hann þéttist vel.
- Þá er að gera fyllinguna (ég rétt strík innan úr matvinnsluvélinni áður en ég byrja á henni). Þá eru það kasjúhneturnar og hakka þær þar til þær verða að svona mjög grófu hnetusmjöri.
- Þá er að bæta kókosolíunni, sítrónusafanum, vanilludropunum og hunanginu og blanda þessu vel saman.
- Þá er það kókosmjólkin og þá er mikilvægt að setja bara 1 matskeið í einu. og þetta er gert þar til allir kekkir eru farnir (ég hef mest sett 3,5 matskeiðar)
- Þá er fyllingunni helt yfir botninn og dreift vel úr henni. Þá er þetta sett í frysti og látið vera í 1-2 klst eða þar til þetta er allt harnað.
- Á meðan legg ég dölurnar í bleyti í klst (allt í lagi að þær séu lengur en alls ekki hafa þær of stutt) og þríf áhöldinn
- Þegar þær hafa legið í ca. klst. þá er vatninu helt af og þær settar í matvinnsluvélina og þær hakkaðar þar til þær verða að hálfgerðu mauki.
- þá er kókosmjólkinni bætt við, matskeið fyrir matskeið. Vatninu svo þar á eftir.
- þá eru það bara vanilludroparnir og saltið.
- Þá er bara að leifa matvinnsluvélinni að vinna og þetta getur tekið smá tíma þar til þetta verður að fallegri karamellu.
- Þá er að taka kökuna úr frysti og smyrja karamelluni á.
- Setjið nú kökuna í frysti aftur í ca. 30 mín.
- Ekki bíða mikið lengur en 30 mín því þetta er svosjúklega gott. Skerið ykkur bita og njótið. Ef þið klárið hana ekki strax þá er bara um að gera að henda henni aftur í frysti og þá er hún til næst þegar þig langar í. Hún hefur lengst enst í viku hjá okkur og þá erum við að fá okkur kannski 1-2 sneiðar á kvöldin.
Leave a Reply