Jarðaberja & kókosísinn

Home / Jarðaberja & kókosísinn

Jarðaberja og kókosísinn er í uppáhaldi á heimilinu. Það er leikur einn að gera hann og ekki þörf á neinum sérstökum græjum fyrir utan matvinnsluvél og snilld hversu fljótlegt það er. Þessi er ferskur og meinhollur og á að borðast með sérstaklega góðu samviskubiti. Hér er enginn viðbættur sykur, en bragðið engu að síður perfecto!

is-3Naaahhhhaaaammmigott!

Jarðaberja & kókosísinn
3-4 skálar
8-10 ísmolar kókosmjólk, um 1/2 dós af kókosmjólk
2 bollar frosin jarðaber
1 msk sítrónusafi
1 tsk eplaedik
1 bolli möndlumjólk

Aðferð

  1. Látið kókosmolana, jarðaberin, sítrónusafann og eplaedikið í matvinnsluvél og látið hana á “puls”. Blandið í um 30 sek eða þar til þetta hefur blandast vel saman.
  2. Haldið áfram með matvinnsluvélina á “pulse” en bætið núna mjólkinni hægt út í.
  3. Þið getið borið ísinn fram strax eða látið hann í smá tíma inní frysti og látið hann síðan aftur í matvinnsluvélina til að hann sé örlítið þéttari í þér. Bæði frábært!

Ef þið viljið pimpa hann upp getið þið mulið um 1/2 bolla af grahamkexi út í, skorið niður fersk jarðaber og bætt saman við og/eða hellt yfir hann sírópi!

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.