Hollari útgáfan af amerískum pönnukökum

Home / Hollari útgáfan af amerískum pönnukökum

Þessar dásamlegu pönnukökur gerði ég um helgina. Þær eru ótrúlega mjúkar og bragðgóðar og spilar haframjöl hér stórt hlutverk sem gerir þær hollari en ella. Slógu í gegn á mínu heimili og verða gerða aftur…og aftur.

Með svona gúmmulaði finnst mér nauðsynlegt að hafa hlynsýróp, fersk ber og stundum strái ég smá flórsykri yfir þær. Ummmmmmmmm!

IMG_3745 (1)

IMG_3784

Amerískar haframjölspönnsur
480 ml mjólk að eigin vali
150 g haframjöl
2 egg
50 ml olía
100 g hveiti
2 msk sykur
2 ½ tsk lyftiduft
1 tsk salt
1 tsk vanilludropar

  1. Setjið haframjölið í skál. Hellið mjólkinni yfir það og látið standa í um 5 mínútur.
  2. Hrærið egg og olíu saman og bætið síðan hinum hráefnunum saman við og hrærið vel. Athugið að blandan á að vera í þynnra lagi.
  3. Steikið á pönnukökurnar á pönnu og berið þær fram til dæmis með hlynsírópi og ferskum berjum.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.