Indverskur kjúklingaréttur á 15 mínútum

Home / Indverskur kjúklingaréttur á 15 mínútum

Helgarrétturinn að þessu sinni er ljúfur og bragðgóður indverskur kasjúhnetukjúklingarréttur sem fær viðstadda til að stynja. Borinn fram með hrísgrjónum og fljótlegu naan brauði ásamt góðu víni og þið eruð komin með veislu án nokkurrar fyrirhafnar. Uppskriftina að fljótlega naan brauðinu góða mér finna hér.  Njótið helgarinnar vel.

IMG_6044

IMG_6046 IMG_6124

IMG_6091 IMG_6126

Indverskur kasjúhnetukjúklingur
1 rauðlaukur

8-10 hvítlauksrif, söxuð
2-3 msk smjör
150 g kasjúhnetur
500 ml maukaðir/hakkaðir  tómatar (tómat passata) _ fást í dós, fernum, krukkum (ath. ekki tómatpúrra)
1/2-1 rautt chillí, saxað 
1 tsk kórianderkrydd
1 tsk turmeric
1 tsk garam masala
4 kjúklingabringur,  skornar í bita (ég nota oft úrbeinuðu kjúklingalærin frá Rose Poultry)
salt, að eigin smekk
ferskt kóríander, saxað

  1. Leggið cashew hneturnar í bleyti og geymið. Setjið smjör á pönnu og léttsteikið hvítlauk og lauk þar til hann er farinn að mýkjast. Steikið á meðan kjúklingabringurnar á annarri pönnu þar til þær eru fulleldaðar og setjið saman við laukinn ásamt chilí.
  2. Setjið kasjúhneturnar í matvinnsluvél bætið vatni við eftir þörfum (ég notaði um 2-3 msk) vinnið þar til þetta er orðið að mauki. Hellið því svo út á pönnuna ásamt maukuðu tómötunum. Kryddið því næst og smakkið til með salti.
  3. Látið þetta malla í 10-15 mínútur. Setjið í skál og látið saxað kóríander yfir allt. Berið fram með hrísgrjónum og góðu naan brauði.

Með þessum rétti mælum við með Arthur Metz Pinot Gris hvítvíni sem smellpassar með öllum kjúklingaréttum, sér í lagi indverskt ættuðum.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.