Tælenskur basilkjúklingur

Home / Tælenskur basilkjúklingur

Fyrir ári síðan fór ég í ferð til Tælands þar sem ég hélt upp á jólin með fjölskyldunni. Reyndar héldum við varla upp á jólin því deginum var notið á ströndinni sem var nú bara frábær tilbreyting við hin hefðbundnu jól, þó svo að þau standi nú alltaf fyrir sínu. Nú þegar að tæpt ár er liðið reikar hugurinn út og ekki laust við að smá sólarsöknuður geri vart við sig.

Að því tilefni tók ég mig til og fór að elda Tælenskan mat..reyndar eins og svo ótrúlega oft áður, en mér hefur aldrei liðið jafn vel og þarna fyrr um árið eftir að hafa borðað Tælenskan mat í þrjár vikur. Rétturinn sem ég geri nú er réttur sem ég borðaði oft og það í morgunmat en hér er á ferðinni styr fry basilkjúklingur með hrísgrjónum. Algjört delish og ekki skemmir hvað hann er einfaldur og fljótlegur í gerð.

IMG_6004 IMG_6007

 

Tælenskur “styr fry” basilkjúklingur
4 msk steikingarolía
6 hvítlauksrif, pressuð
2-4 tsk chilímauk, t.d. frá Blue dragon
500 g kjúklingalæri skorin í munnbita, ég nota úrbeinuð frá Rose Poultry
2 bollar elduð hrísgrjón
2 msk sykur (má nota pálmasykur)
2 msk fiskisósa (fish sauce), t.d. frá Blue dragon
2 msk soyasósa, t.d. frá Blue dragon
4 msk skarlottulaukur, saxaður
½ búnt basilíka, fersk (eða thai basil)

Þetta er frábær réttur til að nýta það sem til er í ísskápnum eins og t.d. kjúklinga- og/eða hrisgrjónaafganga, gulrætur, brokkólí ofl. Verið óhrædd að prufa ykkur áfram.

  1. Steikið hvítlaukinn upp úr olíu þar til hann er orðinn gylltur, bætið þá chilímauki og kjúklingi saman við og steikið þar til kjúklingurinn er fulleldaður.
  2. Bætið hrísgrjónum, sykri, fiskisósu og soyasósu saman við og hrærið varlega. Þegar þetta hefur blandast vel saman bætið þá skarlottulauknum og basilíku. Hitið í um eina mínútu og berið fram fram límónusneiðum.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.