Kjúklinga kebab með líbönskum hrísgrjónum

Home / Kjúklinga kebab með líbönskum hrísgrjónum

Ummm þessi réttur er snilldin ein og þvílík veisla fyrir bragðlaukana. Uppskriftin er ofureinföld þó hráefnin séu í meira lagi að þessu sinni, en látið það ekki fæla ykkur frá. Ég vann mér í haginn og útbjó þennan rétt kvöldinu áður en ég eldaði hann og lét hann marinerast í sólahring. Útkoman var stórkostleg!
Hrísgrjónin eru að líbönskum sið, elduð í ofni sem tekur þó ekki meira en 15 mínútur að útbúa. Þau koma út úr ofninum mjúk og ilmandi og eru hreint út sagt ómótstæðileg. Þennan rétt er tilvalið að bjóða upp á í matarboði og bera fram með grilluðu grænmeti og þessari frábæru raita jógúrtsósu.

2013-04-26 18.57.22

2013-04-26 19.00.43Kjúklingakebab
1 laukur, gróft saxaður
1/4 bolli soyasósa
1/4 bolli olía
1 msk púðusykur
2 msk eplaedik
2 msk límónusafi
2 tsk allrahanda krydd
1 tsk kóríander krydd
1 tsk sambal olek (eða aðra chilí sósu)
1/2 tsk engifer krydd
1/4 tsk salt
1/4 tsk pipar
1/4 tsk kanill
3 hvítlauksrif, pressuð
4 kjúklingabringur, skornar í tvennt og síðan í teninga

Aðferð

  1. Látið öll hráefnin, nema kjúklinginn, í matvinnsluvél og maukið. Látið kjúklinginn í marineringuna og geymið í amk. 4 tíma í kæli.
  2. Þræðið kjúklinginn upp á grillpinna (sem hefur legið í bleyti í smá stund til að koma í veg fyrir að þeir brenni).  Grillið þar til kjúklingurinn er fulleldaður eða í um 10 mínútur.

2013-04-26 18.53.47
Hrísgrjón að líbönskum sið
1 laukur, smátt skorinn
2 hvítlauksrif, smátt skorinn
1 bolli hrísgrjón
2 lárviðarlauf
1 msk sítrónubörkur, fínrifinn
2 bollar vatn + 1 kjúklingakraftteningur
2 tsk allrahandakrydd
2 msk smjör (við stofuhita)
salt og pipar

Aðferð

  1. Hitið ofninn í 200°C.
  2. Látið 2 msk af olíu á pönnu og steikið laukinn þar til hann er orðinn mjúkur. Saltið og piprið. Bætið hvítlauknum út í og eldið í um 1 mínútu. Látið því næst lárviðarlaufin, sítrónubörkinn og hrísgrjónin saman við.
  3. Látið allt af pönnunni í ofnfast mót með loki. Hellið vatninu saman við og myljið kjúklingateninginn saman við. Látið í ofninn og eldið í 15 mínútur.
  4. Takið úr ofninum og hærið smjör og allrahandakrydd saman við hrísgrjónin. Fyrir þá sem vilja er hægt að bæta út í hrísgrjónin rúsínum, möndlum eða linsubaunum.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.