Kjúklingaréttur með kókosmjólk og rauðu karrý

Home / Kjúklingaréttur með kókosmjólk og rauðu karrý

Ummmm hér er á ferð réttur að mínu skapi – fullt af fallegum litum, hollustan í fyrirrúmi og svona matur sem maður upplifir að næri bæði líkama og sál! Rétturinn er meðalsterkur með 1 kúfaðri msk af rauðu karrýi og rífur aðeins í sem er voða gott að mínu mati en auðvitað misjafnt hvað fólk þolir í þeim efnum. Réttinn er bæði auðvelt og fljótlegt að gera og um að gera að nota það grænmeti sem þið eigið í ísskápnum frekar en að festast við að fylgja uppskriftinni algjörlega eftir. Frábær réttur sem ég mæli með að þið prufið!

2013-09-04 17.33.16 2013-09-04 18.13.12 2013-09-04 18.15.28 2013-09-04 18.18.23

Kjúklingaréttur með kókosmjólk og rauðu karrý
fyrir 4-6
2 msk olía (sesamolía ef þið eigið, annars venjuleg)
2 hvítlauksrif, pressuð
4 kjúklingabringur, skornar í teninga
1-2 msk rautt karrý (allt eftir því hversu sterkt þið þolið)
1/2 kúrbítur, skorinn í tvennt langsum og síðan sneiðar
1 paprika, skorin í strimla
4 gulrætur, skornar í sneiðar
1 rauðlaukur, skorinn í sneiðar
1 msk sterkja (t.d. hveiti)
1 dós kókosmjólk
1 msk hnetusmjör
safi úr 1 lime
1/2 búnt kóríander, saxað (má sleppa)
kasjúhnetur eða salthnetur (má sleppa)
salt og pipar

  1. Látið olíu á pönnu og hvítlaukinn og steikið lítillega við meðalhita. Bætið kjúklinginum út á pönnuna og steikið í 3-4 mínútur. Bætið síðan grænmetinu saman við og steikið áfram þar til það byrjar að mýkjast.
  2. Blandið hveitinu saman við kókosmjólkina og hellið síðan út á pönnuna ásamt hnetusmjörinu og limesafa. Bætið kóríander saman við og saltið og piprið ríkulega. Hitið að suðu og látið sjóða í 1 mínútu. Berið fram með hrísgrjónum.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.