Kjúklingur fyrir heimska

Home / Kjúklingur fyrir heimska

Þennan kjúkling hef ég eldað frá því að ég byrjaði að búa. Uppskriftina fann ég á netinu og mig minnir að hún hafi þar borið nafnið “Chicken for dummies”. Þar sem uppskriftin var þá einungis til einkanota þá fékk hún nafnið “Kjúklingur fyrir heimska”. Síðan þá hafa margir beðið um og fengið uppskriftina, svo nafninu verður ekki breytt úr þessu. Hugmyndin með þessari nafngift er hinsvegar sú að kjúklingurinn er svo ofureinfaldur í gerð að nær ómögulegt sé að klúðra honum. Þetta er því skotheld uppskrift fyrir þá sem er að stíga sín fyrstu skref í eldhúsinu.
Kjúlli fyrir heimska er með fyrstu grillréttum sem ég elda þegar að sólin fer að skína og eftir öll þess ár stendur hann enn fyrir sínu og er í uppáhaldi hjá öllum fjölskyldumeðlimum.

2013-06-23 18.43.45 2013-06-23 18.43.21 2013-06-23 18.42.55Kjúklingur fyrir heimska
3-4 kjúklingabringur
1 dl tómatsósa
2 hvítlauksrif, pressuð
1 kúfuð msk hunang
2 tsk paprikuduft
salt
pipar

Aðferð

  1. Blandið öllum hráefnunum (fyrir utan kjúklinginn) saman í skál og saltið og piprið eftir smekk. Setjið kjúklinginn því næst út í marineringuna. Látið kjúklinginn liggja í marineringunni í smá tíma, því lengur því betra.
  2. Grillið kjúklinginn og berið síðan fram með góðu kartöflusalati.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.