Klístraður kjúklingur í sætri chilí og hunangssinnepssósu

Home / Klístraður kjúklingur í sætri chilí og hunangssinnepssósu

Þessi réttur er ofureinfaldur en um leið svo ótrúlega bragðgóður. Hann vekur lukku hjá öllum aldurshópum og sigrar hjörtu, jafnvel þeirra allra matvöndustu.

 

Klístraður kjúklingur í sætri chilí- og hunangssinnepssósu
Fyrir 3-4
900 g kjúklingalæri, t.d. frá Rose Poultry
2 dl sæt chilísósa, t.d. Sweet chili sauce frá Blue dragon
1/2 dl soyasósa, t.d. Soy sauce frá Blue dragon
2 msk hunang, fljótandi
2 hvítlauksrif, smátt söxuð
1 tsk dijon sinnep
lítill biti ferskt engifer, rifið
safi af 1 límónu
salt og pipar

  1. Leggið kjúklingalærin í ofnfast mót. Kryddið með salti og pipar.
  2. Blandið öllum hinum hráefnunum saman í skál og hellið yfir kjúklingabringurnar. Setjið í 200°c í 30 mínútur eða þar til lærin eru fullelduð.
  3. Berið fram með góðu salati og hrísgrjónum.

 

Þessi færsla er styrkt.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.