Kóresk rif sem hreinlega falla af beinunum

Home / Kóresk rif sem hreinlega falla af beinunum

Mér finnst þetta hreinlega tilheyra á fallegu sumarkvöldi að dundast við að marinera rif, grilla þau og borða svo með bestu lyst. Ég er mjög hrifin af bbq svínarifjum en þessi uppskrift að kóreskum rifjum gefur hinum ekkert eftir. Í þessari uppskrift gildir í raun að því lengur sem rifin eru marineruð því betri verða þau. Fimm tímar sleppa samt alveg ef þið eruð í tímaþröng en ég mæli sterklega með sólahring. Með þessum rétti er svo voðalega gott að bera fram hrásalat, franskar og mögulega öl. Njótið vel!

IMG_0804-2

 

Kóresk svínarif
Fyrir 4-6
2 – 2 1/2 kg svínarif
200 g púðusykur
240 ml soyasósa, t.d. frá Blue dragon
120 ml vatn
60 ml Mirin, t.d. frá Blue dragon
1 lítill laukur, fínrifinn
1 lítil pera, fínrifin (má einnig nota epli)
4 msk hvítlauksmauk, t.d. minched garlic frá Blue dragon
2 msk sesamolía
¼ tsk svartur pipar
2 vorlaukar, skornir smátt (má sleppa)

  1. Stráið púðusykri yfir svínarifin og nuddið vel inn í kjötið. Leyfið að standa í um 10 mínútur.
  2. Útbúið marineringuna með því að blanda öllum hráefnunum sem eftir eru saman í skál.
  3. Setjið rifin í poka og hellið marineringunni yfir, lofttæmið pokann og lokið. Látið marinerast í amk. 5 klukkustundir, en helst yfir nótt, þá verður kjötið mun mýkra.
  4. Grillið á hvorri hlið í ca. 3-5 mín hvor. Skreytið með vorlauk ef vill.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.