Leyfið mér að kynna nýja æðið mitt, lambaskanka. Dásamlegur “comfort food” sem smellpassar á dimmum rigningardegi, við kertaljós og rauðvínsglas.
Lambaskankar með rótargrænmeti
2 lambaskankar
salt
2 msk ólífuolía
1 laukur, saxaður
3 gulrætur, saxaðar
2 sellerístilkar, saxaðir
4 kartöflur, skornar í fernt
1 hvítlauksrif, pressað
300 ml vatn + 1 lambateningur
1 tsk timíankrydd
½ tsk rósmarínkrydd
1 tsk oreganókrydd
1 lárviðarlauf
- Kryddið lambaskankana með salti, setjið ólíu á pönnu og brúnið kjötið á öllum hliðum. Takið af pönnunni og geymið.
- Steikið lauk, gulrót og sellerí á pönnu í um 4 mínútur og hrærið reglulega í. Bætið kartöflum saman við og eldið í aðrar 2 mínútur. Bætið því næst hvítlauk, lambaskönkum og kryddið saman við og látið malla í 2 mínútur.
- Bætið kjötkraftinum saman við og látið malla. Setjið í ofnfast mót með loki og látið í 150°c heitan ofn í um 1- 1½ klst, eða þar til kjötið er fulleldað en mjúkt (notið kjöthitamæli til að ofelda það ekki.
- Skerið kjötið niður og blandið saman við grænmetið. Berið fram með kartöflumús og góðu salati….ummmmmm!
Leave a Reply