Mangó chutney kjúklingaborgari

Home / Mangó chutney kjúklingaborgari

Ég gerði á dögunum þennan dásemdar kjúklingaborgara sem börnin elska og er stúfullur af “falinni” hollustu. Hér er leynivopnið ljúf Mango Chutney sósa sem kemur með sætuna og gefur þeim suðrænt bragð, ásamt nokkrum dropum af tabasco sósu sem gera þá bragðmeiri en ekki þó svo að þeir verði sterkir, þau auðvitað sé alltaf hægt að bæta aðeins við.

 

 

 

Þessir kjúlingaborgarar voru að þessu sinni bornir fram með mangóbitum, agúrkum, rauðlauk og káli og toppaðir með gæða mayo. Þeir eru í miklu uppáhaldi á heimilinu og vonandi líkar ykkur einnig vel.

 

 

 

 

 

Mangó chutney kjúklingaborgari

 

Mangó chutney kjúklingaborgari
1 stöngull sellerí
1 vorlaukur
2 rauð epli, afhýdd og kjarnahreinsuð
900 g kjúklingalundir eða læri, t.d. frá Rose Poultry
safi og börkur af 1 sítrónu (ekki hvíta með)
hálft búnt steinselja, söxuð
1 msk Mangó Chutney, t.d. Mango Chutney frá PATAK’S
1 tsk Tabsco sósa
1 msk salt
1 tsk svartur pipar
hamborgarabrauð
grænmeti eins og mangó, agúrka, salatblöð, rauðlaukur, paprik ofl.
gott mayo

  1. Byrjið á að hakka kjúklingabringurnar í hakkvél eða matvinnsluvél (þá á “pulse” stillingu). Þær eiga að vera vel hakkðar eins og nautahakk.
  2. Rífið eplin niður og saxið sellerí og vorlauk mjög smátt. Steikið í nokkrar mínútur á pönnu og kælið.
  3. Blandið því síðan saman við kjúklingahakkið ásamt sítrónusafa, fínrifnum sítrónuberki, mangó chutney, tabasco sósunni og salti og pipar.  Blandið vel saman og látið standa í klukkustund í kæli. Mótið buff úr hakkinu og steikið á pönnu við meðalhita.
  4. Berið fram með girnilegu meðlæti og mayo.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.