Mangó kjúklingur með sætum kartöflum, fetaosti og kex mulningi

Home / Mangó kjúklingur með sætum kartöflum, fetaosti og kex mulningi

Þetta er réttur sem á ávallt við, hvort sem er eftir annasaman vinnudag á virkum dögum eða þegar góða gesti ber að um helgar. Stútfullur af góðri næringu, áreynslulaus í gerð og slær alltaf í gegn. Njótið vel kæru vinir!

IMG_6624

Mangókjúklingur með sætum kartöflum, fetaosti og kexmulningi
2 sætar kartöflur, skornar í litla teninga
100 g ferskt spínat
1 krukka fetaostur
3-4 kjúklingabringur, t.d. frá Rose Poultry
15 – 20 stk af ritz kexi
1 krukka mangó chutney

  1. Setjið kartöflurnar í eldfast mót. Látið spínatið þar yfir og fetaost ásamt olíu yfir það.
    Skerið kjúklingabringurnar í bita og brúnið á pönnu, kryddið með kjúklingakryddi og bætið mangó chutney saman við. Hellið í ofnfasta mótið og myljið síðan kex yfir allt.
  2. Látið réttinn inn í 200°c heitan ofn í um 20 mínútur. Eftir þann tíma setjið álpappír yfir og látið aftur inn í ofn í um 20-30 mínútur. Stingið í sætu kartöflurnar til að athuga hvort þær séu eldaðar í gegn. Ef ekki bætið þá aðeins við eldunartímann.
  3. Berið fram með hrísgrjónum, góðu salati og hvítlauksbrauði.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.