Hvort sem um er að ræða köku með kaffinu eða í veisluna að þá standa marengstertur standa ávallt fyrir sínu. Þegar þú sameinar svo marengs með rjóma og malteserssúkkulaði að þá ertu komin með þennan sigurvegara sem vekur lukku hvert sem hún fer.
Marengsterta með maltesers súkkulaðikremi
Marengs
300 g flórsykur
150 g Maltesers
5 stk eggjahvítur
Fylling
2 ½ dl rjómi
150 g Maltesers, saxað
Krem
5 dl rjómi (sumum finnst sósan vera of þunn – mæli þá með því að nota 2.5 dl í staðinn)
300 g Maltesers
Botnar
- Stífþeytið eggjahvíturnar og flórsykurinn saman. Blandið saman við smátt skorið Maltesers.
- Bakið í tveimur 24 sm formum í 40-45 mínútur við 130°C.
Á milli botna
- Þeytið rjómann og blandið söxuðu Maltesers út í. Smyrjið þessu á milli botnanna.
Krem
- Látið rjómann ná suðu og takið af hitanum. Bætið Maltesers út í og hrærið vel saman. Hellið yfir kökuna og látið leka niður hliðarnar
Leave a Reply