Marengstoppar með þristum

Home / Marengstoppar með þristum

Það er orðin hefð hjá mér að baka þessa góðu marengstoppa fyrir jólin og það kemur skemmtilega á óvart að fylla marengsinn með þristasúkkulaði. Skemmtilegt og einfalt að baka og gaman að leyfa börnunum að taka þátt. Slær alltaf í gegn!

supa-37

supa-39

Þristatoppar 
4 stk eggjahvítur
210 gr púðursykur
1 poki þristar, saxaðir örsmátt

  1. Þeytið eggjahvítur og púðursykur vel og lengi þar til maregns hefur myndast eða í ca. 5-10 mínútur.
  2. Þristurinn er settur varlega út í með sleif og látið á plötu með teskeið.
  3. Bakist við 125°c í 30-40mín.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.