Meinholl morgunverðarskál

Home / Meinholl morgunverðarskál

Eftir marga yndislega og ljúfa sólar- og sumarfrísdaga, með tilheyrandi slökun á heilsusamlegu matarræði, er nú loks komin tími til að komast aftur á rétta sporið.

Það er fátt betra en að byrja daginn á næringarríkum morgunverði og þessi uppskrift er í svooooo miklu uppáhaldi. Ekki aðeins gleður þessi girnilega morgunverðarskál augað, heldur einnig bragðlaukana. Morgunverðarskálin er fersk og frískandi og inniheldur meðal annars acai duft en það er meinhollt enda stútfullt bæði af andoxunarefnum og fitusýrum.  Eintóm hollusta í einni skál – njótið vel!

IMG_1139-3

Dásamlega fallegur, girnilegur og gómsætur morgunverður

 

IMG_1158

Acai bláberjaduftið fæst m.a. í Gló í Fákafeni

 

Acai morgunverðarskál
300 g frosin jarðaber
2 frosnir bananar, skornir í sneiðar
3-4 msk Acai bláberjaduft, fæst t.d.  í Gló Fákafeni
240 ml möndlumjólk (eða mjólk að eigin vali)
2 msk möndlusmjör
1/2 msk hunang

Kurl
Ferskir áextir, t.d. bananar, jarðaber, bláber
Múslí eða tröllahafra
Gojiber, þurrkuð
Kókosmjöl eða flögur
Hemp eða chia fræ
….eða í raun það sem hugurinn girnist og til er hverju sinni

  1. Setjið jarðaberin, banana, acai duftið, möndlumjólk, möndlusmjör og hunang í blandara eða matvinnsluvél og maukið saman. Bætið við mjólk eftir þörfum en athugið að blandan ætti að vera nokkuð þykk.
  2. Toppið morgunverðaskálina með kurli að eigin vali eins og t.d. ávöxtum, gojiberjum, kókosmjöli, fræjum og ef vill dreypið smá hunangi eða hlynsýrópi yfir í lokin.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.