Mexíkóskur nachoskjúklingur í mole súkkulaðisósu

Home / Mexíkóskur nachoskjúklingur í mole súkkulaðisósu

Kjúklingur í mole sósu er vel þekkur réttur í mexíkóskri matargerð en í honum er kjúklingurinn eldaður upp úr þessari himnesku mole sósu sem samanstendur af súkkulaði og chilí. Bæði sæt og bragðmikil í senn. Þessi réttur getur tekið óratíma í undirbúningi, sem getur verið mjög gaman, en fyrir komandi vinnuviku fáið þið uppskrift af þessum frábæra rétti í einfaldaðri en engu síðri útgáfu. Ef þið viljið, getið þið sleppt síðasta skrefinu og einfaldlega borið kjúklinginn fram í súkkulaðisósunni með hrísgrjónum og salati.

 

Mexíkóskur nachos kjúklingur í mole sósu 
900 g kjúklingalæri, t.d. frá Rose Poultry
salt
pipar
2 msk extra virgin ólívuolía, t.d. frá Philippo Berio
3 hvítlauksrif, pressuð
1 tsk chilí duft
1/2 tsk cumin (ath ekki sama og kúmen)
1/2 tsk kanill
1 dós maukaðir tómatar
120 ml kjúklingasoð, t.d. frá Oscar
1/4 bolli dökkir súkkulaðidropar
1 msk hnetusmjör
1 poki nachos
rifinn mozzarella

  1. Kryddið kjúklinginn með salti og pipar.
  2. Hitið 1 msk af olíu á pönnu og brúnið kjúklinginn í 2 mínútur á hvorri hlið. Takið af pönnunni og geymið.
  3. Lækkið hitann og bætið annarri matskreið af ólífuolíu, hvítlauk, chilí dufti, cumin, kanil og saltið.
  4. Bætið maukuðum tómötum saman við, súkkulaðidropum og hnetusmjöri. Blandið öllu vel saman.
  5. Skerið kjúklinginn í bita og bætið honum saman við. Látið malla áfram þar til kjúklingurinn hefur eldast í gegn.
  6. Setjið nachos í ofnfast mót. Hellið molekjúklinginum yfir nachosið og stráið mozzarellaosti yfir allt. Setjið á grill í ofni í nokkrar mínútur eða þar til osturinn er bráðinn.
  7. Berið fram með guagamole og góðu salati.

*Mælt með að tvöfalda sósumagnið.

Gott guacomole
1 avocado, þroskað
1 hvítlauksrif
1/2 – 1 rautt chili, fræhreinsað
1/2 tómatur
safi úr 1/4- 1/2 lime
kóríander, ferskt
salt

  1. Setjið hráefnin, að saltinu undanskildu, í matvinnsluvél og maukið vel.
  2. Smakkið til með salti. Ef ekki er til töfrasproti, blandari eða matvinnsluvél þá skerið hráefnin mjög smátt.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.