Mínútusteik á asískan máta

Home / Mínútusteik á asískan máta

Hér er uppskrift að skemmtilegri steik sem gaman er að prufa á næstu dögum. Marineringin gerir kraftaverk með saltri soyasósunni, pressuðum hvítlauki og mögnuðu bragði sesamolíunnar. Í uppskriftina notuðum við mínútusteik frá Kjarnafæði en hana er hægt að kaupa frosna í öllum helstu matvöruverslunum. Einföld og ótrúlega góð uppskrift sem gerir gott kvöld enn betra.

IMG_2139 IMG_2161 IMG_2190 IMG_2192

Mínútusteik á asískan máta
fyrir 4-6
800 – 1000 g mínútusteik frá Kjarnafæði
120 ml soyasósa
1 msk sesamolía
5 msk sykur
5 msk sherrý
4 hvítlauksrif, pressuð
1 msk hvítvínsedik
2 msk sesamfræ, ristuð
1 búnt vorlaukur
salt
pipar

  1. Gerið marineringuna með því að blanda saman soyasósu, sesamolíu, sykri, 2 1/2 msk sherrí, hvítlauk, 1/4 tsk salt, 1 tsk pipar og látið leysast upp. Takið 120 ml af marineringunni til hliðar fyrir sósuna.
  2. Setjið kjötið í plastpoka með rennilás og setjið afganginn af marineringunni þar í. Tæmið pokann af lofti og lokið og geymið við stofuhita að lágmarki í 1 klukkustund.
  3. Gerið sósuna með því að bæta hvítvínsediki og 2 msk af sherrý saman við marineringuna sem tekin var til hliðar.
  4. Grillið kjötið við meðalhita, steikingartími að smekk hvers og eins. Takið af grillinu og látið standa í nokkrar mínútur.
  5. Saxið vorlaukinn og blandið 2 tsk af olíu og 1/2 tsk af salti og 1/2 tsk af pipar saman við. Mýkið vorlaukinn á grillinu í 2-3 mínútur.
  6. Skerið kjötið í þunnar sneiðar og berið fram með sósu, vorlauk, sesamfræjum.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.