Nautasteik í gúrm marineringu

Home / Nautasteik í gúrm marineringu

Þessi nautasteik er í svo miklu uppáhaldi enda marineruð í geggjaðri marineringu sem inniheldur ostrusósu, mangó chutney, dijon sinnepi og chilimauki sem setur punktinn yfir i-ið. Frábær steik sem þið hreinlega verðið að prufa.

 

 

Nautakjöt í gúrm marineringu
Styrkt færsla
800 g nautasteik, t.d. rib eye eða annað að eigin vali
svartur pipar
1 1/2 dl ostrusósa, t.d. Oyster sauce frá Blue dragon
2 msk chili mauk, t.d. minched chili frá Blue dragon
2 msk dijon sinnep
3 msk af mango chutney, t.d. frá Mango chutney frá Patak’s

  1. Kryddið kjötið ríflega með svörtum pipar.
  2. Blandið öllum hráefnum fyrir marineringuna saman í skál og leggið nautakjötið í marineringuna. Marinerið í 2-4 klukkustundir eða lengur ef tími vinnst til.
  3. Grillið steikurnar og berið fram með frönskum og góðu salati.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.