Jæja krakkar mínir það styttist í haustið – BAMM! Það er best að gera gott úr því og “hugga” sig með teppum, kertaljósum og góðum súpum sem hljómar reyndar frekar vel! Mexíkóskar súpur eru eitthvað sem langflestir elska og hér kemur ein stórkostlega bragðgóð í skemmtilegri útgáfu með kjúklingi og núðlum. Súpan er matarmikil og...

Jæja krakkar mínir það styttist í haustið – BAMM! Það er best að gera gott úr því og “hugga” sig með teppum, kertaljósum og góðum súpum sem hljómar reyndar frekar vel!

Mexíkóskar súpur eru eitthvað sem langflestir elska og hér kemur ein stórkostlega bragðgóð í skemmtilegri útgáfu með kjúklingi og núðlum. Súpan er matarmikil og ég hef stundum gert hana enn matarmeiri með því að bæta baunum saman við en það er smekksatriði. Njótið vel!

 

Matarmikil og guðdómleg

Súpa fyrir sálina

 

Mexíkósk Ramen súpa
styrkt færsla
fyrir 4-6 manns

2 msk olía
1 laukur, saxaður
3 hvítlauksrif, söxuð
500 g kjúklingabringur, t.d. frá Rose Poultry
1 tsk salt
2 tsk cumin (ath. ekki kúmen)
2 tsk chiliduft
1 tsk kóríander
2-3 lárviðarlauf
1/4 tsk cayenne
1 dós saxaðir tómatar (ég notaði tómata í chilísósu)
1/2- 1 dós baunir nýrnabaunir (má sleppa)
950 ml kjúklingasoð, t.d. tilbúið frá Oscar
950 ml vatn
120 g núðlur, t.d. frá Blue dragon
safi frá 1 límónu

  1. Setjið olíu í stóran pott og hitið vel. Skerið kjúklingabringurnar í bita og steikið ásamt hvítlauk.
  2. Bætið salti og kryddum saman við og eldið í um eina mínútu.
  3. Bætið þá tómötum, baunum ef þið notið þær kjúklingasoði og vatni saman við og hitið að suðu.
  4. Setjið núðlurnar saman við. Hitið að suðu og stillið svo á meðalhita og látið malla í um 10 mínútur eða þar til núðlurnar eru fulleldaðar.
  5. Kreystið safa úr einni límónu og smakkið til með salti.
  6. Berið fram með sýrðum rjóma, avacadosneiðum, vorlauk, chilí og nachos svo eitthvað sé nefnt og njótið vel.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.