Notalegur thai núðluréttur

Home / Notalegur thai núðluréttur

Frábær núðluréttur sem er fljótlegur í gerð og mikið elskaður af öllum fjölskyldumeðlimum – sérstaklega þegar ekki gefst mikill tími til eldamennsku. Uppskriftin kemur af uppskriftarvefnum jocooks og vakti þar geysimikla lukku. Vona að þið njótið vel!

 

Notalegur thai núðluréttur

Styrkt færsla
Fyrir 4
1 msk sesamolía
1 paprika, rauð
1 paprika, græn
4 hvítlauksrif, pressuð
500 g kjúklingalundir, t.d. frá Rose Poultry
salt og pipar
4 vorlaukar, saxaðir
handfylli salthnetur, saxaðar
350 g eggjanúðlur, t.d. frá Blue dragon medium

Thai sósa
240 ml kjúklingasoð, t.d. frá Oscar
120 ml soyasósa, t.d. Dark soy sauce frá Blue dragon
3 msk púðusykur
1 msk Sriracha sósa
1 tsk chilí mauk, t.d. Blue dragon Chili paste
1 tsk pressað engifer, annaðhvort ferskt eða Blue dragon minches ginger

  1. Sjóðið núðlurnar skv leiðbeiningu á pakkningu.
  2. Steikið kjúkling á pönnu þar til hann er fulleldaður. Takið af pönnunni, skerið í bita og geymið.
  3. Hitið sesamolíu á pönnu við meðalhita. Steikið papriku og hvítlauk í nokkrar mínútur eða þar til paprikan er farin að linast.
  4. Bætið kjúklinginum saman við.
  5. Blandið öllum hráefnunum fyrir sósuna vel saman í skál og hellið út á pönnuna. Látið sjóða í smá tíma. Smakkið til með salti og pipar.
  6. Bætið núðlunum saman við og hrærið öllu vel saman. Látið núðlurnar drekka í sig sósuna.
  7. Hellið í skál og stráið vorlauk og salthnetum eða/og sesamfræjum.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.