Ég er alltaf að leita af góðri grilluppskrift sem slær hinni vinsælu Kjúklingi fyrir heimska við. Sú uppskrift er svo dásamlega einföld og bragðgóð og svona uppskrift sem meira að segja hinir matvöndustu elska. Uppskriftin að þessum chilí sinnepskjúklingi er svipuð – jafn einföld og alveg jafn frábær. Borin fram með góðu kartöflusalati og flögum og...

Ég er alltaf að leita af góðri grilluppskrift sem slær hinni vinsælu Kjúklingi fyrir heimska við. Sú uppskrift er svo dásamlega einföld og bragðgóð og svona uppskrift sem meira að segja hinir matvöndustu elska. Uppskriftin að þessum chilí sinnepskjúklingi er svipuð – jafn einföld og alveg jafn frábær. Borin fram með góðu kartöflusalati og flögum og þið eruð komin með máltíð sem steinliggur.

Frábær grillréttur!

Laporte Sancerre er gott hvítvín á frábæru verði

Chilí og sinnepsmarineraður kjúklingur
Styrkt færsla
Fyrir 3-4
900 g kjúklingur, t.d. Rose Poultry kjúklingalæri

Chilí-sinnepsmarinering
1 rautt chilí
3 hvítlauksrif
1/2 msk sætt sinnep
50 ml soyasósa t.d. Blue dragon Dark soysauce
1/2 laukur
150 ml olía, t.d. Filipo Berio ólífuolía
4 msk púðusykur

grillspjót – lögð í bleyti

  1. Setjið hráefnin fyrir marineringuna í matvinnsluvél og maukið vel.
  2. Leggið kjúklinginn í maringeringuna og látið marinerast eins lengi og möguleiki er á helst ekki minna en 30 mínútur.
  3. Þræðið kjúklinginn á grillspjót og grillið þar til kjúklingurinn hefur eldast í gegn.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.