“Viltu gera þessar á afmælinu mínu” spurði sonur minn mig eftir að hafa tekið fyrsta bitann af þessum Oreo kúlum. Það er hin besta einkunn sem nokkur uppskrift getur fengið frá mínum börnum. Ég er alveg að tengja því þetta er svona uppskrift sem hættulegt er að eiga í frystinum þegar þú ert einn heima, því það eru góðar líkur á að þú laumist í eina í viðbót og svo aðra og aðra – já ég tala af reynslu.
Stökkar, mjúkar, sætar og ljúffengar með einungis þremur hráefnum. Þessar geta allir gert og það á örskömmum tíma. Mælum með og vonum að þið njótið.
Tryllt góðar
Oreo súkkulaði og rjómaostakúlur
Gera 25 kúlur
Styrkt færsla
1 pakki (16 kexkökur) Oreo
200 g Philadelphia rjómaostur
200 g suðusúkkulaði
- Setjið Oreo kexkökur og rjómaost saman í matvinnsluvél og blandið gróflega saman.
- Setjið smjörpappír á skurðarbretti og mótið litlar kúlur með skeið. Leggið á smjörpappírinn og setjið í frysti.
- Þegar kúlurnar hafa harðnað bræðið þá súkkulaðið og dýfið kúlunum þar í. Veltið með skeið þannig að súkkulaðið hylji þær alveg og leggið á smjörpappír og látið það harðna.
- Setjið þá í box og frystið.
Leave a Reply