Rababara- og jarðaberjakaka

Home / Rababara- og jarðaberjakaka

 

IMG_2544

 

IMG_2278

IMG_2296

IMG_2358

IMG_2544

 

Rababara og jarðaberjakaka
Mylsna yfir köku
120 g smjör
150 g ljós púðusykur
1/4 tsk salt
160 g hveiti

Kakan
300 g rababari, skorinn í litla bita
300 g jarðaber, skorin í sneiðar
2 msk ljós púðusykur
190 g hveiti (ath. hveitið deilist niður)
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
85 g smjör
180 g flórsykur
3 egg
1 tsk vanilludropar

 

  1. Gerið mynsluna með því að hræra saman smjöri, púðusykri og salti. Bætið hveiti saman við og blandið saman með gaffli þar til mylsnur hafa myndast. Geymið í kæli.
  2. Blandið rababara, jarðaberjum, púðusykri, 30 g af hveiti, lyftidufti og salti saman í skál. Takið blönduna til hliðar og geymið.
  3. Setjið smjör og flórsykur saman í hrærivélaskál og hrærið það til blandan er orðin létt og ljós, bætið þá eggjum saman við, einu í einu. Minnkið kraftinn á hrærivélinni í lægstu stillingu og bætið vanilludropum og afganginum af hveitinu (160 g) saman við.
  4. Leggið smjörpappír yfir ca. 23×23 cm form. Smyrjið formið og stráið smá hveiti yfir.
  5. Hellið síðan deiginu í formið, hellið því næst rababara/jarðaberjablönduna yfir og endið síðan á því að strá mylsnunni (sem þið geymduð í kæli) yfir allt.
  6. Bakið við 170°c í um 50-55 mínútur. Stingið prjóni í hana til að fullvissa ykkur um að hún sé fullbökuð. Kælið lítillega, skerið síðan í bita og berið fram með þeyttum rjóma.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.