Rjómalagað kjúklinga pestó pasta

Home / Rjómalagað kjúklinga pestó pasta

Ég hef áður komið með uppskrift að köldu pastasalati sem ég er vön að hafa í öllum veislum og slær alltaf í gegn. Nú kem ég með uppskrift að pastarétti sem kemur svo sannarlega með tærnar þar sem hitt salatið hefur hælana bæði hvað varðar einfaldleika og það hversu ótrúlega gott það er. Rjómalagað kjúklingapestó pasta er útúrþessumheimi gott og tilvalinn réttur í veislur, saumaklúbbinn eða sem dásamlegur kvöldmatur. Ég mæli með því að bera það fram með brauðinu góða.

2013-03-17 10.07.04

Rjómalagað kjúklingapestó pasta
fyrir 4
350 g penne pasta
300 ml matreiðslurjómi
1/2 bolli basilpestó
3 vorlaukar, skornir í þunnar sneiðar
1 1/2 bolli rifinn grillaður kjúklingur
1/2 bolli sólþurrkaðir tómatar, skornir þunnt
1/3 bolli rifinn parmesan

Aðferð

  1. Eldið pastað samkvæmt leiðbeiningum í söltu vatni. Varist að ofelda það. Hellið vatninu en haldið eftir 1/4 bolla af því. 
  2. Látið pastað í stóran pott eða pönnu og bætið út í pastavatninu, rjóma, pestó, vorlauknum, kjúklinginum og sólþurrkuðum tómötunum. Hrærið saman í 1-2 mínútur eða þar til blandan er orðin heit.
  3. Setjið í skálar og stráið vorlauk og parmesan yfir.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.