Ein vinkona mín hafði á orði að það ætti að vera skylda fyrir alla að fara á Hótel Rangá á aðventunni og þar er ég henni hjartanlega sammála. Fátt er betra en að keyra út úr bænum og upplifa sveitasæluna í þessu dásamlega umhverfi.
Hótel Rangá er fyrsta flokks fjögurra stjörnu lúxus sveitahótel sem byggt er í heillandi bjálkastíl. Staðsetningin er frábær en hótelið er á bakka Eystri Rangár sem er þekkt laxveiðiá og er aðeins um klukkutíma akstur frá Reykjavík. Hótelið er opið allt árið og mikið lagt upp úr framúrskarandi þjónustu og reynt að uppfylla þarfir og óskir allra viðskipavina.
Eftir kvöldmatinn er dásamlegt að skella sér í pottinn
Herbergin eru dásamlega falleg
Á Hótel Rangá eru 52 herbergi þar 8 svítur, sem eru fallega hönnuð með áherslu á þægindi og lúxus. Þar á meðal eru í boði glæsilegar svítur en hönnunin á þeim tekur mið af heimsálfunum og eru þær nefndar eftir þeim. Lögð er mikil áhersla á veitingarnar og notast er við fyrsta flokks hráefni beint úr héraði.
Hótelið er búið setustofu, tveimur börum og tveimur ráðstefnusölum. Einnig er að finna billjard aðstöðu, nudd og heita potta. Sloppar og inniskór eru á herberginu og miníbar og er hótelið er því tilvalið fyrir hvern þann sem vill njóta lífsins og slaka á í fallegu umhverfi.
Sé von á norðurljósum býður hótelið upp á að láta gesti vita og mælum við svo sannarlega með því að gestir nýti sér þá þjónustu og upplifi þau í þessu fallega umhverfi.
Hótel Rangá býður upp á sitt sívinsæla skandinavíska jólahlaðborð þann 15 og 16 desember næstkomandi. Á hlaðborðinu verða fjölmargir réttir og má með sanni segja að allir muni finna eitthvað við sitt hæfi. Jólahlaðborðin hefjast klukkan 19:00 með jólaglöggi.
Þau kvöld sem ekki er jólahlaðborð er boðið upp á girnilegan þriggja rétta Jólaseðil fram að áramótum. Einnig er boðið upp á pakka sem inniheldur gistingu, morgunverðarhlaðborð og jólahlaðborð sem undirrituð mælir svo sannarlega með.
TILBOÐ
Hótel Rangá er í jólaskapi og býður lesendum GRGS gistingu fyrir 2 í standard herbergi ásamt morgunverðahlaðborði og 3 rétta kvöldverði að hætti kokksins á kr. 39.900 nú í janúar.
Þetta er tilvalin gjöf fyrir þá sem eiga allt eða þá sem vilja einfaldlega eiga notalegar stundir í janúar á frábæru hóteli. Tilboðið er bókanlegt í síma 487-5700 eða með tölvupósti: hotelranga@hotelranga.is.
Taka þarf fram við bókun að um tilboð GRGS sé að ræða.
Á Hótel Rangá er hægt að fá eina bestu sveppasúpu sem undirrituð hefur bragðað. Þau voru svo elskuleg að deila uppskriftinni með okkur.
Rjómalöguð sveppasúpa
400 g íslenskir sveppir
2 stórir laukar
100 g þurrkaðir sveppir
200 g frosnir sveppir
5 tsk olía
300 g smjör
100 g hveiti
100 ml hvítvín
100 ml madeira vín
500 ml vatn
2000 ml rjómi
3 tsk sveppakraftur
- Skerið sveppina og laukinn í sneiða
- Setjið olíu í pott á hita
- Setjið laukinn, sveppana í sneiðum og frosnu sveppina í pottinn og steikið í 5mín.
- Hellið öllu víninu í pottinn og látið sjóða þangað til vínið er nánast gufa upp.
- Bætið vatninu í pottinn
- Bætið þurrkuðu sveppunum í pottinn
- Bætið sveppakraftinum í pottinn og látið sjóða í 20 mín
- Bætið síðan rjómanum í pottinn og látið sjóða í 60 mín
- Setjið 100 g smjör í annan pott og látið bráðna, bætið síðan hveitinu við oghrærið saman.
- Setjið það í súpuna og hrærið þangað til súpan er nægilega þykk
- Látið súpuna malla í 10 mín og bætið við 200 g af smjöri við
- Smakkið til með salti og pipar. Einnig er gott að bæta við örlítið af sherrí.
Leave a Reply