Nú nálgast jólin óðfluga sem er fáránlegt því mér finnst eins og sumarið sé nýhafið.
En þessi árstími hefur sko alveg sinn sjarma og fátt jafn kósý og göngutúr í kuldanum, teppi, heitt kakó og nýbakaðar smákökur. Þessar komast algjörlega á topp tíu listann yfir bestu smákökur sem ég hef á ævinni bragðað á. Trönuber og hvítt súkkulaði klikka aldrei og ætla sko ekki að fara að byrja á því núna. Ég vona að þessi uppskrift reynist ykkur jafn dásamlega og mér!
Himnesku smákökurnar
Hér er 1 bolli = 240 ml
1 bolli hveiti
½ tsk lyftiduft
½ tsk kanill
¼ tsk salt
10 msk smjör, við stofuhita
½ bolli sykur
½ bolli púðusykur
1 egg
1 tsk vanilludropar
1 bolli haframjöl
½ bolli ljósir súkkulaðidropar
½ bolli hvítir súkkulaðidropar
1 bolli trönuber, gróflega söxuð
- Hitið ofninn í 180 gráður. Blandið saman í skál, hveiti, lyftidufti, salti og haframjöli.
- Þeytið saman í hrærivél smjöri og sykrinum og bætið svo við egginu og vanilludropunum. Hrærið svo hveitiblöndunni útí.
- Blandið trönuberjunum og súkkulaðidropunum varlega saman.
- Rúllið deiginu í litlar kúlur (ca. Kúfuð teskeið). Setjið á bökunarpappírsklædda ofnplötu og passið að þær séu ekki of nálægt hvor annarri þar sem þær dreifa úr sér í ofninum. Bakið í heitum ofninum í cirka 16 mín.
- Látið kólna áður en teknar af plötunni. Njótið, njótið, njótið!!
Leave a Reply