Snickers smákökur

Home / Snickers smákökur

Eru þið tilbúin í einar rosalegustu smákökur sem þið hafið bragðað? Þessar slá öllum öðrum út með karmellu, súkkulaði og hnetukurli og gætu hreinlega ekki verið einfaldari. Njótið vel!

IMG_6248

 

IMG_6252

 

IMG_6268

 

Snickers smákökur
100 g snickers, saxað
150 g súkkulaði, saxað  (gott að nota suðusúkkulaði og rjómasúkkulaði til helminga)
150 g púðursykur
80 g smjör
1 egg
160 g hveiti
1/4 tsk natron
1/3 tsk salt
vanilludropar

  1. Öllu blandað saman. Rúllað í lengju og kælt. Skorið í sneiðar. Bakað við 175° í 8 mín. Kökurnar eru hafðar frekar ljósar.
  2. Um að gera að margfalda uppskriftina, rúlla deiginu upp í plast og frysta;), eiga svo tilbúið þegar gestir koma í hús;)

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.