Hér kemur eitt einstaklega fallegt og jólalegt nammi, konfektnammi með sykurpúðum, trönuberjum og hvítu súkkulaði. Það verður varla mikið amerískara en þetta! Ef þið finnið sykurpúða í bleikum lit er flott að blanda því saman við hvíta. Macademia hnetur fást léttsaltaðar í sumum matvöruverslunum og vel hægt að nota þær.
Snjókornakonfekt
250 gr sykurpúðar (marsmellows),skornir í minni bita
110 gr þurrkuð trönuber
110 gr möndlur (eða macademia hnetur) gróft skornar
60 g pistasíuhnetur (má líka sleppa)
35 g kókosmjöl
450 gr hvítt súkkulaði
Aðferð
- Látið smjörpappír á um 20 cm ferkantað form og penslið smá olíu á.
- Blandið saman í skál, sykurpúðum, hnetum, trönuberjum og kókos. Látið súkkulaðið í glerskál og inní örbylgjuofn í um 1-2 mínútur. Opnið á 30 sek fresti og hrærið í blöndunni.
- Hellið súkkulaðinu yfir sykurpúðana og blandið vel saman. Hellið blöndunni í formið og þrýstið á blönduna með sleif.
- Látið í frystinn í um 2 tíma og skerið síðan í teninga með heitum hníf.
Leave a Reply