Spicy kjúklingaréttur með stökku beikoni

Home / Spicy kjúklingaréttur með stökku beikoni

Nú ættu aðdáendur beikons að gleðjast því hér kemur uppskrift að virkilega bragðgóðum stir fry kjúklingarétti með stökku beikoni. Rétturinn nær svo fullkomnu jafnvægi með hrísgrjón í meðlæti. Njótið vel.

IMG_3877Stir fry kjúklingaréttur með stökku beikoni

 

Spicy kjúklingaréttur með stökku beikoni
700 g kjúklingalæri, t.d. frá Rose Poultry (frystivara sem fæst í flestum matvöruverslunum)
1 eggjahvíta
1 msk sterkja (t.d. hveiti)
200 g beikon, skorið í bita
3 cm engifer, skorið þunnt langsum (eins og tannstönglar)
2 paprikur, skornar í bita
1 búnt vorlaukur, skorið í bita
1 msk chilí mauk, t.d. Blue dragon Minched hot chili
2 msk púðusykur
120 ml soyasósa, t.d. Blue dragon Dark Soy sauce (með saltbragð en Light Soy sauce)

  1. Hrærið saman sterku og eggjahvítu. Skerið kjúklingalærin í bita og veltið þeim upp úr blöndunni. Takið til hliðar og geymið.
  2. Hrærið soyasósunni, púðusykri og chili mauki saman í skál.
  3. Steikið beikonbitana á pönnu við háan hita og hrærið reglulega þar til þeir eru orðnir stökkir.
  4. Steikið kjúklinginn og engiferið upp úr 1-2 msk af beikonfitunni.
  5. Bætið því næst paprikum og vorlauk og steikið í 2-3 mínútur. Bætið því næst soyasósunni saman við og eldið í um 2 mínútur eða þar til sósan er farin að þekja kjötið og grænmetið.
    Berið fram með hrísgrjónum.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.