Stir fry nautakjöt í chilísósu

Home / Stir fry nautakjöt í chilísósu

Ég fer ekki leynt með dálæti mitt á tælenskri matargerð og fæ ekki nóg af því að dásama kryddin, litasamsetninguna og einfaldleikan sem felst í þessari tegund matargerðar. Hér má segja að hollustan sé í fyrirrúmi og það algjörlega áreynslulaust.

Þessi einfaldi réttur með nautakjöti og grænmeti í himneskri chilísósu er kominn á uppáhalds listann minn og verður eldaður aftur og aftur. Ég mæli sérstaklega með steikingarolía frá Himneskri hollustu fyrir þennan rétt en hún er hitaþolin og hentar því vel til steikingar á öllum mat.

IMG_5067
IMG_5056

IMG_5073

IMG_5079

Stir fry nautakjöt í chilísósu
300-350 g nautakjöt, skorið í strimla
chilíkrydd (t.d. chilí explosion)
pipar
1 eggjahvíta
1 msk hveiti
1 msk olía
1 rauð paprika, skorin í strimla
4 vorlaukar, skornir langsum
1 brokkólíhaus
handfylli baunaspírur
2 hvítlauksrif, söxuð
2 tsk engifer, smátt saxað

Sósan
3 msk appelsínusafi
1 tsk hvínvínsedik, t.d. frá Blue dragon
2 tsk dökk soyasósa, t.d. dark soy sauce frá Blua dragon
1 tsk chilímauk, t.d. minched chili frá Blue dragon

  1. Gerið sósuna með því að blanda appelsínusafa, hvítvínsediki, soyasósu og chilímauki saman í skál.
  2. Þeytið eggjahvítuna með gaffli þar til hún fer að freyða. Bætið þá kjötinu saman við ásamt chilíkryddi, ríflegu magni af pipar og hveiti og þekjið kjötið vel með þessari blöndu.
  3. Setjið steikingarolíu á pönnu og hitið vel.  Léttsteikið kjötið og bætið því næst grænmetinu saman við. Hellið sósunni saman við og leyfið að hitna. Ef þið viljið getið þið bætt við 3-4 msk af vatni til að þynna sósuna. Berið fram strax með hrísgrjónum.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.