Stökkar hvítlaukskartöflur

Home / Stökkar hvítlaukskartöflur

Það er oft auðveldara að finna upp á góðum mat heldur en meðlætinu sem á að vera með, að minnsta kosti ef maður vill breyta út af vananum. Hvort sem þið eruð að tengja við þetta lúxusvandamál eður ei þá kemur hér engu að síður uppskrift af ofureinföldum hvítlaukskartöflum sem bæði í senn eru stökkar og bragðgóðar.

Heiðurinn af uppskriftinni á hún matreiðsludrottninginn Ina Garten, en hún birtist í bók hennar Barefoot Contessa. Kartöflurnar má elda á ofnplötu en ég notaði OBH Nordica grillfatið sem ég á nú í öllum litum og stærðum og er nú orðið eitt af mínum uppáhalds eldhúsvörum. Létt og þægileg vara sem einfalt er að þrífa og ég mæli svo sannarlega með.

Njótið vel!

 

IMG_8774

Stökkar hvítlaukskartöflur
1 ½ kg kartöflur, litlar
60 ml ólífuolía
1 ½ tsk sjávarsalt
1 tsk svartur pipar, nýmalaður
6 hvítlauksrif, pressuð
2 msk fersk steinselja, smátt söxuð

 

  1. Hitið ofninn á 200°c.
  2. Skerið kartöflurnar í helminga eða fjóra hluta, eftir stærð. Setjið þær í skál og bætið ólífuolíu, salti, pipar og pressuðum hvítlauk saman við. Blandið öllu vel saman.
  3. Setjið kartöflurnar í ofnfast mót eða ofnplötu með smjörpappír og dreifið vel úr þeim.
  4. Setjið í ofn í um 45 mínútur til klukkutíma eða þar til þær eru orðnar brúnar og stökkar. Hrærið í þeim af og til á eldunartímanum.
  5. Takið úr ofni og blandið steinselju saman við og smakkið til með salti og pipar.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.